Mottumars - Björgunarboxið

Skipherra Þórs afhent fyrsta Björgunarboxið
Skipherra Þórs afhent fyrsta Björgunarboxið

Átakið var kynnt með formlegum hætti um borð í varðskipinu Þór og var skipherra Þórs afhent fyrsta boxið en

björgunarboxunum  er einkum beint til áhafna skipa. Formaður Krabbameinsfélagsins ásamt forstjóra Landhelgisgæslunnar vou látnir síga úr þyrlu niður á þilfar Þórs  þar sem athöfnin fór fram 

Fulltrúum frá Oddfellowreglunni, Kiwanis og Rotary var boðið til kynningarinnar og var þeim afhent Björgunarbox en Krabbameinsfélagið vildi með því ná til félaga þar sem karlmenn 60 +  væru fjölmennir og eru Regludeildir hvattar til að taka þátt í átakinu og fræða sína félaga um þennan vágest sem blöðruhálskirtilskrabbameinið er.

Björgunrboxinu hefur nú verið dreift til allra bræðrastúkna í Vonarstræti en Krabbameinsfélagið  sér um dreifingu Björgunarboxanna og er stefnt að því að  senda öllum bræðrastúkum boxið til notkunar við  fræðslu sinna félaga.