Markmi­

Markmi­ Oddfellowreglunnar er a­ gera fÚlaga hennar a­ betri m÷nnum. Si­abo­skapur Reglunnar, sem fram kemur Ý fundarsi­um og hef­um, leitast vi­ a­ lei­a

Markmi­

Markmið Oddfellowreglunnar er að gera félaga hennar að betri mönnum.

Siðaboðskapur Reglunnar, sem fram kemur í fundarsiðum og hefðum, leitast við að leiða félaga hennar til umhugsunar um eðli og hegðan mannsins, tilgang lífsins og á hvern hátt þeir geti lagt sitt af mörkum til bætts samfélags manna.

Á fundum er aldrei rætt um stjórnmál né trúmál, mál sem fallin eru til að skilja fólk í andstæðar fylkingar.

Merki Reglunnar eru hlekkirnir þrír (sjá Einkunnarorð) en þeir tákna vináttu, kærleika og sannleika. Allt innra starf byggir á starfi í vináttu og sannleika sem grundvallað er í kærleika.

Reglusystkin kalla hvort annað bræður og systur til að leggja áherslu á viðhorf til kærleikans og afstöðu til hvers annars.

Lögð er áhersla á að félagar Reglunnar hagi lífi sínu svo að allt þeirra atferli samræmist siðaboðskap Oddfellowreglunnar og sýni gott fordæmi.

┴ nŠstunni

  •  

SvŠ­i