Stˇrst˙ka Evrˇpu

Stˇrst˙ka Evrˇpu - GLE Stˇrst˙ka Evrˇpu var stofnu­ 16. j˙nÝ 2007 Ý Oslˇ. H˙n er skrß­ me­ a­setur Ý Kaupmannah÷fn og eru stjˇrnarfundir almennt haldnir Ý

Stˇrst˙ka Evrˇpu - GLE

Stórstúka Evrópu - GLE

Stórstúka Evrópu var stofnuð 16. júní 2007 í Osló. Hún er skráð með aðsetur í Kaupmannahöfn og eru stjórnarfundir almennt haldnir í Oddfellowhöllinni þar.

Stórstúka Evrópu hefur haldið árlega fundi á tímabilinu maí til júní og hafa þeir verið haldnir í mismunandi löndum Evrópu, þar sem Oddfellowreglan er starfandi. Fundur ársins 2012 var haldinn dagana 1.-3. júní í Rotterdam, Hollandi og var þá samþykkt að leggja af árlega fundi og halda fundi annað hvert ár í staðinn. Þá var þó ákveðið að halda fund árið 2013 og var hann haldinn dagana 24.-26. maí 2013 í Kaupmannahöfn. Næsti fundur verður síðan haldinn eftir tvö ár, eða árið 2015.

Á reglulegum fundum Stórstúku Evrópu er veitt stig Stórstúku Evrópu, svokallað Vísdómsstig, sem er æðsta stig sem hægt er að öðlast innan Reglunnar í Evrópu. Þeir sem geta fengið Vísdómsstigið eru kjörnir og skipaðir embættismenn í hverri Stórstúku í Evrópu sem og fyrrum kjörnir og skipaðir embættismenn Stórstúknanna.

Á fundi 24.-26. maí 2013 í Kaupmannahöfn, var kosið í stjórn og nefndir, en það skal gert annað hvert ár. Í stjórn Stórstúku Evrópu skal vera fulltrúi frá hverju umdæmi og er því um átta manna stjórn að ræða. Í stjórn fyrir kjörtímabilið 2013-2015 eru eftirtalin Reglusystkini:

Stjórn Stórstúku Evrópu. Talið frá vinstri: Markus Oettli, stórkapellán, Michael Stein, stórféhirðir, Tove Aalborg, varastórsír, Lars Fryklund, stórsír, Tapio Katajamäki, varastórsír, Guðlaug B. Björnsdóttir, stórritari, Ab Langereis, stórmarskálkur og Ernst Schütz, varastórritari.

Stórsír: Lars Fryklund, fyrrum stórsír Svíþjóðar
Varastórsír: Tove Aalborg, varastórsír Noregs,
Varastórsír: Tapio Katajamäki, fyrrum stórsír Finnlands
Stórritari: Guðlaug Björg Björnsdóttir, fyrrum stórritari Íslands
Stórféhirðir: Michael Stein, stórféhirðir Danmerkur
Stórmarskálkur: Ab Langereis, fyrrum varastórsír Hollandi/Belgíu
Stórkapellán: Markus Oettli, fyrrum varastórsír Sviss
Aðstoðarritari: Ernst Schütz, stórsír Þýskalands

Þá var kosið var í fastanefndir GLE og að þessu sinni var br. stórritari Hlöðver Kjartansson kjörin í laganefnd og br. fyrrum stórféhirðir Hjörtur Guðbjartsson í útbreiðslunefnd.

Næsti fundur verður haldinn á Íslandi dagana 29.-31. maí 2015.

sögu og hugmyndafræði Stórstúku Evrópu, sjá hér. (pdf.skal)

Skoða skjal með rafrænni flettingu...

Sjá heimasíðu Stórstúku Evrópu hér: http://www.oddfellows.eu/

┴ nŠstunni

  •  

SvŠ­i