Ungmennastarf IOOF

Ungmennastarf Oddfellowreglunnar Ůßtttaka ═slands Ý European Youth Committee EYC ver­ur til Upphaf EYC mß rekja aftur til ßrsins 1968 er yfirmenn

Ungmennastarf IOOF

Ungmennastarf Oddfellowreglunnar
Þátttaka Íslands í European Youth Committee

EYC verður til

Upphaf EYC má rekja aftur til ársins 1968 er yfirmenn norrænna Oddfellwbúða komu saman til fundar í Svíþjóð. Þá kom fram hugmynd hjá hinum danska Paul Johanssen en hann vildi gjarnan reyna að kveikja áhugu ungs fólks í Evrópu á hinum háleitu hugsjónum Oddfellowreglunnar. Ári síðar, eftir töluverða undirbúningsvinnu, var í tengslum við 50 ára stofnafmæli Ob.nr.1, í Noregi,  stofnuð nefnd sem hét „The Scandinavian Committee for Youth Exchange“.  Strax ári síðar höfðu þjóðverjar frétt af þessari nefnd og óskuðu eftir að fá að vera með og þar með var þetta ekki lengur skandinavísk nefnd lengur. Fljótt bættust Sviss og Holland/Belgía í hópinn og svo Ísland. 1975 voru Rebekkusystrum fyrst boðið að vera með í nefndinni, en það ár var ársfundurinn haldinn hér í Reykjavík. - Meginstarfsemin á þessum tíma voru ungmennaskipti, þ.e. unglingar gátu sótt um að heimsækja oddfellowfjölskyldur í öðrum löndum.

Árið 1979 barst fyrirspurn frá Kaliforniu um hvort þarlendir Oddfellowar gætu tekið þátt í ungmennaskiptum evrópsku nefndarinnar. Það varð úr og Bandaríkjamenn komu með í samstarfið árið 1980. Þegar hér var komið sögu, gekk starfsvettvangurinn undir heitinu International Youth Committee.

1987 kynnir síðan Mary T. Cook, frá Kaliforníu, verkefnið UNP – United Nation Pilgrimage for Youth. Bauð hún regludeildum í samstarfinu og þar með evrópskum ungmennum að taka þátt í þessu verkefni. UNP verkefnið var sett á laggirnar 1949 og var því 60 ára sl. sumar og aðalhvatakonan að því verkefni var forsetafrú Bandaríkjanna, Elinore Roosewelt. -  Því miður hætti Ísland þátttöku í erlendu ungmennastarfi um 1990.

Veturinn 2006 - 2007 er síðan farið að tala um að endurvekja ungmennastarf innan Reglunnar með því að taka þátt í hinu erlenda samstarfi. Á útmánuðum 2008 er sendur áheyrnafulltrúi á ársfund EYC í Osló og í kjölfarið óskaði Stórstúkan eftir því að Ísland kæmi inn í samstarfið. Árið 2009 sendi Ísland svo tvo fulltrúa til þátttöku í UNP - verkefninu í Bandaríkjunum.

Ársfundur EYC 2010 var haldinn í Reykjavík 19. - 20. mars sl.


┴ nŠstunni

  •  

SvŠ­i