UNP - fer­ 2009

Sumari­ 2009 fˇru Fjˇla Kim Bj÷rnsdˇttir og Hlynur Trausti Hlynsson ß vegum Oddfellowreglunnar til BandarÝkjanna og hefur Fjˇla teki­ saman ÷rfß brot af

UNP - fer­ 2009

Sumarið 2009 fóru Fjóla Kim Björnsdóttir og Hlynur Trausti Hlynsson á vegum Oddfellowreglunnar til Bandaríkjanna og hefur Fjóla tekið saman örfá brot af því sem hún upplifði í ferðinni. Frásögn hennar fer hér á eftir:

  

Höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna og New York

 Að vera í New York var ótrúleg upplifun, en hörku vinna. Við stoppuðum í NY í þrjá daga og komum helling í verk. Við eyddum meirihluta daganna í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna á fyrirlestrum um vatn, tækni og þróun í þróunarlöndunum. Við sátum í stórum fundarsal með okkar eigin míkrafón, möppu og blöð. Það var mjögmikilvægt að glósa og fylgjast vel með því það var ræðukeppni um eitthvað af þessum málefnum á þriðja deginum. Það var skylda að taka þátt í ræðukeppninni og hún var um vatn og vatnsskort í heiminum.Okkur Hlyni gekk ágætlega en þetta var mikið af formlegum orðum og hugtökum sem við höfðum ekki lært áður í enskunni. Höfuðstöðvarnar er stór bygging og full af fræðandi hlutum. Þar eru margar gjafar frá hinum ýmsu þjóðum og við fórum inn í fundarsali þar sem mikilvægar ákvarðanir hafa verið teknar. Það tók smá tíma að venjast því að eyða deginum þarna inni. Oft var ég spurð af ferðamönnum hvort ég ynni hjá SÞ og hvort ég gæti beint þeim á réttan stað. Í eitt skiptið var ég spurð af íslenskum stelpum. Ég útskýrði fyrir þeim hvernig stóð til að ég væri þarna og hvað ég væri að gera og þær urðu mjög áhugasamar og báðu mig um að halda sambandi, sem ég gerði og er nú í framkvæmdarstjórn IceMUN á Íslandi.


 

 Í New York fórum við líka á Broadway og fórum til Liberty Island. Við gengum helstu götur borgarinnar, sáum gamlar og sögumiklar kirkjur, Ground Zero (rústir tvíburaturnanna) og gengum Wall Street.


Washington D.C.

 Í Washington sáum við ótrúlega margt. Það voru langar rútuferðir en við fengum sem betur fer að ganga og teygja úr okkur öðru hverju. Við sáum meðal annars Washington Memorial, world war 2 Memorial, Hvíta húsið, The Capital, Kennedy Center, Albert Einstein Monument, hús Clöru Barton, Smithsonian American Art Museum, The Lin coln Monument, The Arlington National Cemetery, Korean War Veterans Memorial og The Washington Monument.Það var mjög heitt og stundum fór ég að sakna þess að geta opnað glugga og fengið ískalt loft inn . Það var gríðarlega mikill munur á New York og Washington D .C., NY er mikið „yngri“. Það er að segja mikið meira um auglýsingaskilti og stórar nýlegar byggingar en D.  C. er með gamlar byggingar og fágaðri stíl. D.C. kom mjög mikið á óvart hvað varðar hreinlæti, skipula gningu og sögulega staði. Við vorum frá morgni til kvölds að rúnta milli staða og það var mjög gott að komast á hótelið aftur eftir daginn.


Gettysburg og Niagra Falls

Í Gettysburg keyrðum við aðallega um og hlustuðum á leiðsögumann segja frá. Við sáum margar fallbyssur og fengum að sjá staði þar sem frægir menn í stríðinu höfðu dáið á. Í Gettysburg átti American Civil War sér stað og það sást mjög skýrt. Það voru ennþá göt í sumum húsum og búið  að reisa minnisvarðar víða um tún og í skógum. Við gengum þar sem stríðskapparnir höfðu gengið og fengum að heyra sögur um síðustu augnablik þeirra áður en þeir dóu. Við eyddum heilum degi í Niagra Falls. Það hljómar eins og frekar langur tími hjá fossi og ég hélt að þetta myndi líða eins og heil eilífð. En dagurinn flaug áfram! Hjá fossunum var tívolí, skemmtistaðir og veitingastaðir. Við silgdum undir fossana og tókum helling af myndum, fengum okkur góðan mat og kíktum aftur á fossana því það var ljósasýning undir fossunum. Þetta var alveg ótrúleg lífsreynsla!  

 

 


 

 


┴ nŠstunni

  •  

SvŠ­i