UNP - Verkefni­

á UNP er skammst÷fun fyrir United Nation Pilgrimage for Youth og er samvinnuverkefni milli Oddfellowreglunnar og Sameinu­u Ůjˇ­anna. Sagan –

UNP - Verkefni­

 

UNP er skammstöfun fyrir United Nation Pilgrimage for Youth og er samvinnuverkefni milli Oddfellowreglunnar og Sameinuðu Þjóðanna.

Sagan – upphafið.

Frumkvæðið að Sameinuðu þjóða verkefninu kom frá forsetafrú Bandaríkjanna, frú Eleanor Roosevelt árið 1949. Sett var á stofn ungmennanefnd sem fékk það hlutverk að koma á laggirnar verkefni sem náði til allra Bandaríkja Norður Ameríku. Fyrirmyndin var sótt it KFUM og til að veita verkefninu forystu var valinn Conrad Hansen, en hann hafði áratuga reynslu af sviðuðu starfi innan KFUM þar sem leitað var að ungu fólki með leiðtogahæfileika. Í byrjun voru stofnaðar ungmennastúkur, sem kallast „Junior Oddfellows“ og „Theta Rho Girl Clubs“. Svona stúkur eru ennþá starfandi í Bandaríkjunum. Í byrjun 6. áratugarins tók verkefnið smám saman á sig þá mynd sem það hefur enn í dag og þar átti forsetafrúin drjúgan hlut að máli. Hún kom því til leiðar að Sameinuðu þjóðirnar opnuðu dyr sínar fyrir ungmennunum og í fyrsta hópnum sem heimsótti stofnunina voru 46 ungmenni frá 11 ólíkum regluumdæmum. Fram til dagsins í dag hafa rúmlega 40.000 ungmenni tekið þátt í þessu verkefni.

Ísland

Oddfellworeglan á  Íslandi er nýlega farin að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi í Evrópu eftir all langt hlé. EYC – European Youth Committee er samstarfsvettvangur evrópsku regluumdæmanna um ungmennastarf. Megin verkefni nefndarinnar er að skipuleggja og taka þátt í UNP – verkefninu. Aðlildarlöndin eru auk Íslands: Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Holland/Belgía, Þýskaland og Sviss. Á hverju ári senda löndin fulltrúa sína til USA, mismarga eftir löndum. Hvert ár senda flest löndin  6 – 12 fulltrúa. Ísland tók þátt í þessu í fyrsta sinn árið 2009 og sendi þá tvo fulltrúa og mun einnig gera það árið 2010.

Val á fulltrúum

Val á fulltrúum Íslands hefur farið fram í gegnum ritgerðarsamkeppni í völdum framhaldsskóla. Í ár varð Fjölbrautaskólinn í Breiðholti (FB) fyrir valinu. Nemendur í enskuáfanganum ENS303 voru valdir til þátttöku. Kennarar skólans völdu 10 nemendur sem síðan komu til valnefndar á vegum Oddfellowbúða. Valnefndin valdi síðan tvo nemendur úr þessum hópi. – Ferðin sem þau fá að launum stendur í tvær vikur. Allt er innifalið, ferðir, gisting og uppihald. Vasapeninga þurfa þátttakendur sjálfir að sjá um.

┴ nŠstunni

  •  

SvŠ­i