Fréttir

Oddfellowreglan styrkir Hjálparstarf kirkjunnar árið 2012

30. desember, 2012
Fimmtudaginn 20. desember sl. var móttaka í Regluheimilinu að Vonarstræti vegna afhendingu styrkja Oddfellowreglunnar, Regludeilda og Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa til Hjálparstofnunar Kirkjunnar. Br. Ingjaldur Ásvaldsson formaður stjórnar StLO flutti stutt ávarp, bauð gesti okkar velkomna og bað þá að þiggja veitingar. Í ávarpi br. Ingjaldar kom m. a. fram  að árið 2012 væri líklega mesta styrkjaár Oddfellowreglunnar.  Líknardeildin í Kópavogi er ein stærsta gjöf Reglunnar frá upphafi en samkvæmt lauslegri samantekt stefndi í að styrkveitingar Oddfellowreglunnar í heild yrðu á bilinu 150-200 mkr., eða 3-4 mkr. á viku allt árið 2012.
LESA MEIRA
Lesa meira

Jólakveðja frá Stórstúkustjórn

21. desember, 2012
Stjórn stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi óskar öllum Reglusystkinum og fjölskyldum þeirra, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.Öllum embættismönnum og öðrum Reglusystkinum sem hafa starfað Oddfellowreglunni til heilla, færum við bestu þakkir. Bróður- og systurlegast,í vináttu, kærleika og sannleikaStjórn stórstúkunnar        I.O.O.F.
LESA MEIRA
Lesa meira

Jólaútgáfa Oddfellowblaðsins komin út

20. desember, 2012
Jólaútgáfa Oddfellowblaðsins er komin út full af fróðleik og  fréttum  frá regludeildum og er komið á Innri síðu. Meðal efnis má nefna  grein um Oddfellowregluna í Póllandi, ágrip úr sögu Herjólfs flutt á 4.000asta fundinum  auk opnuviðtals við séra Sólveigu Láru Guðmundsdóttir  vígslubiskup. Þá ritar  hávl. br. Stórsír hugleiðingu  um kærleikann....
LESA MEIRA
Lesa meira

Stofndagur Rebekkustúkunnar nr. 17, Þorbjargar.

17. desember, 2012
Á fullveldisdaginn 1. desember 2012 var boðað til hátíðarfundar í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti í Reykjavík.Tilefnið var að nú skyldi stofnuð ný Rebekkustúka. Ekki hafði verið stofnuð Rebekkustúka í Reykjavík í 16 ár.Húsið var opnað kl. 13:00 og hófu gestir að streyma prúðbúnir í hús.Hátíðarfundurinn var svo settur með viðhöfn kl. 14:00
LESA MEIRA
Lesa meira

80 ára afmæli Oddfellowhússins við Vonarstræti.

03. desember, 2012
Helgina 19. og 20. janúar n.k. verður haldinn sýning að Vonarstræti 10 í Reykjavík en þann 7. desember s.l. voru liðin 80 ár frá því húsið var vígt. Sýningin mun fjalla um upphaf félagsaðstöðu Reglunnar í Reykjavík frá því hún var stofnuð á Íslandi og nefnist sýningin “Úr tjaldi í höll”.    
LESA MEIRA
Lesa meira

Oddfellow - skálin 2012 - 2013

01. desember, 2012
Fyrsta umferð í keppni um Oddfellow skálina var spiluð mánudagskvöldið 26.  nóvember. Markmiðið er að koma saman og styrkja félagsauðinn.Spilað verður fjórum sinnum og gilda þrjú bestu skorin til verðlauna
LESA MEIRA
Lesa meira