4. þing Stórstúku Evrópu

Str. varastórsír, Árný J. Guðjohnsen, br. stórsír, Stefán B. Veturliðason og str. stórritari, Guðlau…
Str. varastórsír, Árný J. Guðjohnsen, br. stórsír, Stefán B. Veturliðason og str. stórritari, Guðlaug Björg Björnsdóttir við Regluheimilið í Stokkhólmi.
4. þing Stórstúku Evrópu var haldið í Stokkhólmi dagana 28.-30. maí s.l. Fundinn sátu str. varastórsír, Árný J. Guðjohnsen, sem jafnframt er varastórsír Evrópu, br. stórsír, Stefán B. Veturliðason, og str. stórritari, Guðlaug Björg Björnsdóttir, og voru br. stórsír og str. stórritari fulltrúar Stórstúku Íslands og fóru með atkvæði fyrir Íslands hönd

 

Skrefþegar: Str. Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, str. Auður Pétursdóttir, str. Sigrún Jensdóttir, br. Ólafur Viggó Sigurbergsson, str. Elsa Ína Skúladóttir og str. Sigurbjört Þórðardóttir.Þinghaldið fór vel fram og með hefðbundnum hætti.

Við þetta tækifæri voru 138 félögum Stórstúkna í Evrópu veitt stig Stórstúku Evrópu, Vísdómsstigið, þar á meðal sex íslenskum Reglusystkinum en það voru þau br. Ólafur Viggó Sigurbergsson, stórféhirðir, str. Auður Pétursdóttir, stórskjalavörður, str. Elsa Ína Skúladóttir, stórmarskálkur, str. Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, stórkapellán, str. Sigrún Jensdóttir, stórvörður og str. Sigurbjört Þórðardóttir, stórkallari.