Oddfellow skiptir máli !

Beinar tilvitnanir í greinar úr Oddfellowblaðinu 1.tbl. – 68.árg. – nr.173 – apríl 2019

„Við þökkum enn fyrir spítalann í Laugarnesi, við þökkum fyrir atbeina við gerð berklahælisins á Vífilsstöðum, við þökkum annan dugnað ykkar og kærleiksverk nú um stundir, líknardeildina í Kópavogi, stuðning við Píetasamtökin, Ljósið, Hjálparstarf kirkjunnar, Frú Ragnheiði og áfram mætti lengi telja.“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
Úr afmæliskveðju Guðna til Oddfellowreglunnar á Íslandi.

 

„Stuðningur Oddfellowreglunnar skiptir gríðarlegu máli fyrir starfsemi Reykjalundar, en hann gerði okkur kleift að endurnýja heilmikið af tækjakosti stofnunarinnar.“
Birgir Gunnarsson, forstjóri Reykjalundar

Um fjárstuðning Oddfellowreglunnar til endurnýjunar á mikilvægum búnaði Reykjalundar

 

„Þessi bíll hefur sem sagt skipt verkefnið Frú Ragnheiði gríðarlega miklu máli og þá sérstaklega fyrir fólkið sem hefur leitað til okkar. Takk Oddfellowar fyrir að hafa látið þetta gerast.“

Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar

Um bifreið sem Styrktar- og líknarjóður Oddfellow gaf Rauða krossinum.

 

„Ef ekki væri fyrir stuðning Oddfellowreglunnar þá væri deildin ekki það sem hún er í dag. Mikil vinna við húsnæði deildarinnar á árum áður skilaði sér í heimilislegu umhverfi fyrir þá sem hér dvelja.“

Kristín J. Þorbergsdóttir, deildarstjóri Líknardeildar

Um stuðning Oddfellowreglunnar

 „Fyrir allt þetta erum við í Samhjálp óendanlega þakklát og metum mikils það góða verk sem Oddfellowreglan á Íslandi vinnur.“

Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar

Um fjárstyrk Oddfellowreglunnar við byggingaframkvæmdir við meðferðarheimilið í Hlaðgerðarkoti.

 

„Fjármunir sem við fengum frá Oddfellow eru ómetanlegir og gera okkur kleift að greiða fagfólki fyrir vinnu sína.“

Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna

Um fjárstyrk Oddfellowreglunnar til forvarnarstarfs gegn sjálfsvígum.

 

 „Það má með sanni segja að húsnæðiskostur Ljóssins væri ekki eins og raun ber vitni án aðkomu Oddfellowreglunnar.  Við erum óendanlega þakklát fyrir hlýhug og stuðning sem þið hafði sýnt Ljósinu frá upphafi.“

Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður Ljóssins

Um aðkomu Oddfellowreglunnar að stækkun húsnæðis samtakanna að Langholtsvegi í Reykjavík.


„Víða í samfélaginu má sjá verk reglusystkina. Það er gott að búa í þjóðfélagi þar sem fólk gefur af sér til samfélagsins og styður þar með við fólk sem þarfnast aðstoðar og styður við starfsemi stofnana sem hafa sérhæft sig í aðstoð við aðra.“

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands

Kveðja og þakkir biskups til Oddfellowreglunnar.