Get ég orðið félagi ?

Til þess að ganga í Oddfellowregluna þarf innsækjandi að vera lögráða og fjárhagslega sjálfstæður.  Þá er þess krafist að innsækjandi trúi ,,á eina æðstu veru sem skapað hefur heiminn og heldur honum við”.

Tillögumaður, sem er fullgildur félagi í Reglunni, þarf að mæla með umsókn innsækjanda. Hann þarf að þekkja innsækjandann vel og vera þess fullviss, að hann eigi erindi í Oddfellowregluna.

Þetta rit veitir ekki upplýsingar um hvað það kostar að vera Oddfellowi, þar sem slíkt getur verið mismunandi frá einni Regludeild til annarrar. Þær upplýsingar veitir tillögumaðurinn, sem svarar einnig öðrum spurningum sem upp kunna að koma hjá innsækjanda.

Það er von okkar að þessar upplýsingar um uppbyggingu og starfsemi Oddfellowreglunnar hafi vakið hjá þér áhuga á að taka þátt í gefandi félagsstarfi sem byggir á vináttu og kærleika.

 

Ítarlegar upplýsingar um regluna