Að ganga í Oddfellowregluna

Til að verða Oddfellowi þarft þú að vera lögráða og fjárhagslega sjálfstæður.

Við viðurkennum tilvist „einnar æðstu veru sem skapað hefur heiminn og heldur honum við“ óháð trúarbrögðum.

Við greiðum félagsgjöld sem standa straum af rekstri Oddfellowreglunnar og regluheimila. Hluti þeirra rennur einnig til líknarmála.

Með umsókn í Oddfellowregluna þurfa að fylgja meðmæli frá tillögumanni sem er fullgildur félagi í reglunni.

 

Ég óska frekari upplýsinga um Oddfellowregluna....