Hugsjónin

Einkunnarorð Oddfellowreglunnar eru:

VINÁTTA - KÆRLEIKUR - SANNLEIKUR

en hlekkirnir þrír tákna þessi einkunnarorð og eru tengdir saman í keðju.

 

Hugsjónir Oddfellowreglunnar byggja á siðfræðilegum og mannúðlegum grunni. Reglan leggur áherslu á að hjálpa og styðja félaga sína í daglegu lífi á grundvelli kenninga sinna og veita félögunum þá lífssýn sem Reglan byggir á og kemur fram í þeim tilgangi hennar: 

  • að vitja sjúkra
  • líkna bágstöddum
  • jarða framliðna
  • veita munaðarlausum fóstur

Boð þessi og skyldur byggjast á þeim félagslegu aðstæðum, sem ríktu við stofnun Reglunnar. Þessar aðstæður hafa breyst til muna og hluti þeirra verkefna, sem Reglan sinnti áður, er nú í höndum samfélagsins.