Brák - „Fjöregg Oddfellowreglunnar”

Í tilefni af 200 ára afmæli Oddfellowreglunnar var samþykkt í stjórn Rbb. nr. 4, Brákar, að fá matríarka úr búðunum til að setja saman dagskrá í tilefni afmælisins og flytja hana á búðafundi þann 2. maí n.k.
Matr. Hildigunnur Hlíðar  tók að sér að setja saman áhugaverða dagskrá sem byggir á heimildum úr nýútgefnum Oddfellowbókum, þ.e.a.s. Traustum hlekkjum og Sögu Oddfellowreglunnar.
Áhersla er lögð á að segja frá verkefnum á sviði líknarmála Oddfellowreglunnar á Íslandi í gegnum árin og hlut systra í þeim verkefnum.
Flutningur dagskrárinnar verður í hennar höndum og tveggja annarra matríarka í búðunum.