1 ár frá opnun nýrrar heimsíðu

Línuriti sm sýnir notkun heimsíðu reglunnar sl. 12 mánuði
Línuriti sm sýnir notkun heimsíðu reglunnar sl. 12 mánuði
Nú er liðið eitt ár síðan ný heimasíða Stórstúkunnar, oddfellow.is  leit dagsins ljós en hún var opnuð formlega af hávl. br. Stórsí  Stefáni B. Veturliðasyni  23. apríl 2010.

Einsog meðfylgjandi línurit sýnir hefur heimsóknum á síðuna fjölgað jafnt og þétt sl. ár en um 1.400 -1.500 manns heimsækja síðuna í hverjum mánuði og líta inn u.þ.b. þrisvar sinnum í hverju mánuði að meðaltali.

Í apríl sl. komu  1.520 gestir á síðuna og litu inn 2.85 sinnum í mánuðinum eða rúmlega 4.300  heimsóknir. Þetta er ánægjuleg þróun.  þá hafa fjölmargar regludeildir endurnýjað sínar heimasíður og margar eru í farvatninu svo að segja má að netið sé að verða mikilvægur þáttur í reglustarfinu.