Fréttir

Jólakveðja frá Stórstúkustjórn

20. desember, 2013
Stjórn stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi óskar öllum Reglusystkinum og fjölskyldum þeirra, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Öllum embættismönnum og öðrum Reglusystkinum sem hafa starfað Oddfellowreglunni til heilla, færum við bestu þakkir. Bróður- og systurlegast, í vináttu, kærleika og sannleika Stjórn stórstúkunnar I.O.O.F.
LESA MEIRA
Lesa meira

Styrkjum Reglusystkini á Filipseyjum.

02. desember, 2013
Náttúruhamfarir eru okkur íslendingum kunnari en frá þarf að segja. Við tökum það nærri okkur þegar hætta og ógnir steðja að samborgurum okkareða nágrönnum. Reglusystkini okkar á Filipseyjum eru hvorki samborgarar né nágranar en þau eru hluti af Oddfellowfjölskyldunni. Í þeirri fjölskyldu skipta fjarlægðir engu máli en markmiðin og hugsjónirnar eru þau sömu.
LESA MEIRA
Lesa meira

Oddfellow-skálin 2013-2014

02. desember, 2013
Ýlir fór vel í þá feðga Pál og Hjalta. 71% skor var uppskeran í þriðju lotu um Oddfellow-skálina.
LESA MEIRA
Lesa meira

Jólabasar Rebekkusystra

28. nóvember, 2013
Árlegur jólabasar Rebekkusystra verður haldinn í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti, sunnudaginn 1. desember nk. og verður húsið opnað kl. 14:00
LESA MEIRA
Lesa meira

Stúkan nr. 16 Snorri goði gefur út frímerki fyrir allar regludeildir innan Oddfellow

13. nóvember, 2013
Í framhaldi af leyfi Stórstúku Íslands sem lýsir frímerkinu þannig að þar séu kerti kveikt í nafni vináttu, kærleika og sannleika og að kertin standi á styrkum grunni Oddfellow hringjanna, utan um þetta tekur síðan kirkjuglugginn, þar má sjá ljós jólahátíðarinnar framkallast“. Því má sjá í frímerkinu þau góðu gildi sem Oddfellow hreyfingin stendur fyrir.
LESA MEIRA
Lesa meira

ODDFELLOW – skálin 2013-2014

11. nóvember, 2013
Önnur lota í keppni um Oddfellow-skálina var spiluð í byrjun gormánaðar. Góð þáttaka var, 18 pör mættu til leiks og efldu félagsauðinn. Páll Hjaltason og Hjalti Pálsson stóðu upp sem sigurvegarar kvöldsins með risaskor upp á 65,6%
LESA MEIRA
Lesa meira

Eftirlit Stórstúkunnar.

31. október, 2013
Dagana 24. – 27. Október var árlegt eftirlit Stórstúkunnar í regludeildum framkvæmt á suðvesturhorninu eins og venjulega. Stórstúkustjórn og stórembættismenn hófu eftirlitið á Selfossi sl. fimmtudag og enduðu síðan í Reykjanesbæ um miðjan dag á sunnudag. Regludeildum fjölgar jafnt og þétt og því er yfirferðin alltaf meiri og meiri. Eftirlitið gekk vel og óhætt að segja að Regludeildir séu eins og gott heimili þar sem flest er í röð og reglu og í flestum tilfellum minniháttar ábendingar eða lagfæringar sem bent var á.
LESA MEIRA
Lesa meira

Jólakortið 2013 komið út

17. október, 2013
Jólakort Oddfellowa fyrir árið 2013 er komið út. Kortið er hannað að þessu sinni af Petrínu Rósu Ágústsdóttur í Rbst. nr. 8 Rannveigu
LESA MEIRA
Lesa meira

Oddfellow - skálin 2013-2014

15. október, 2013
Úrslit úr fyrstu lotu um Oddfellow-skálina. Er þetta í annað skiptið sem keppnin er haldin.
LESA MEIRA
Lesa meira

Eftirlit í regludeildum og innsetningar embættismanna

08. október, 2013
Eftirlit í regludeildum og innsetningar embættismanna eru nú komnar inna á viðburðaskrá. Undir liðnum"Á næstunni" hér til hliðar má sjá hvenær eftirlit fer fram í hverri regludeild. Þá er listi yfir innsetningar embættismanna í janúar og febrúar 2014 einnig komið á viðburðaskrána.
LESA MEIRA
Lesa meira