Styrkjum Reglusystkini á Filipseyjum.

Hörmungar á Filipseyjum
Hörmungar á Filipseyjum
Eyðileggingin eftir fellibyilin er ólýsanleg

Fellibylurinn Hayian hefur valdið hörmungum og eyðileggingu en það hefur ekki farið framhjá  okkur að nær 4,5 milljón manna og þar af um 1,7 milljón barna eru nú heimilislaus og á vergangi.
Stórstúkur Norðulandanna hafa sent fjármuni til styrktar bræðrum okkar og systrum á Filipseyjum.  Regluheimili þeirra hafa eftir bestu upplýsingum sloppið við skemmdir en Reglusystkin þar ytra eru að veita fórnarlömbum fellibylsins hjálp og aðstoð með sjálfboðavinnu og veita bágstöddum húsaskjól, mat, vatn og aðrar lágmarks nauðsynjar.

Stórstúka Íslands hefur lagt til framlag kr. 250.000.- til Stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Filipseyjum fyrir hönd íslenskra Reglusystkina.
Til viðbótar þessu framlagi geta Reglusystkini og Regludeildir lagt sitt af mmörkum til að styðja hjálparsamtök eins og Unisef og Rauðakrossinn