Fréttir
Gróðursetningardagurinn í blíðskaparveðri
01. júní, 2017Hinn árlegi gróðursetningardagur Styrktar- og Líknarsjóðsfór fram í gær 31. maí í blíðskaparveðri á golfvelli Oddfellowa, Urriðavelli. Um 50 Reglusystkin og fjölskyldur mættu á svæðið vopnuð skóflum, fötum og þar til gerðum verkfærum til gróðursetningar.
LESA MEIRA
Oddfellowblaðið í maí 2017
11. maí, 2017Oddfellowblaðið í maí 2017 er nú komið á innri síðu. Meðal efnis eru kynningar á þeim Reglussystkinum sem bjóða sig fram til kjörembætta á Stórstúkuþinginu sem framundan er. Þá eru myndir frá 100 ára afmæli St. nr. 2 Sjafnar sem haldið var uppá með pomp og pragt 29. apríl sl. margar forvitnilegar greinar og viðtöl prýða blaðið að þessu sinni sem endranær.
LESA MEIRA
St nr. 2, Sjöfn, á Akureyri 100 ára - fullbúnar íbúðir afhentar
05. maí, 2017Stúkan nr. 2 Sjöfn á Akureyri varð 100 ára þann 29. apríl sl. Mikið var um dýrðir og af þessu tilefni var haldinn hátíðarfundur í Oddfellowhúsinu að Sjafnarstíg. Á laugardagskvöldinu var efnt til hátíðarkvöldverður i Valsárskóla á Svalbarðseyri
Af þessu tilefni og jafnframt 100 ára Oddfellowstarfs á Akureyri réðust stúkur á Akureyri í það verkefni að gera upp að fullu tvær raðhúsaíbúðir við Öldrunarstofnun Akureyrabæjar sem ætlaðar eru aðstandendum heimilisfólks stofnunarinnar svo og aðstandendum sjúklinga Sjúkrahússins á Akureyri, sem þurfa að dveljast á Akureyri vegna nákomins ættingja. Auk þess hefur Oddfelowreglan keypt allan nauðsynlegan húsbúnað og innanstokksmundi í íbúðirnar, þannig að þær eru nú tilbúnar til notkunar.
LESA MEIRA