Fréttir

Talan 7 er ráðandi.

20. september, 2012
Talan 7 er heilög tala í margra augum og er einkennilega ráðandi í stofnun tveggja nýrra Regludeilda á næstu mánuðum og misserum. Systur úr Rbnr. 7, Rbst. Þorgerður I.O.O.F. og st. Þorkell máni I.O.O.F. hafa báðar ákveðið að standa að stofnun nýrra stúkna. Rbst nr. 17 Þorbjörg verður stofnuð 1. desember nk. og st. nr. 27, Sæmundur fróði verður stofnuð 27. apríl 2013. Talan 7 er því ráðandi í stofnun þessara regludeilda og þar að auki verða 17 ár frá stofnun bræðrastúku í Vonarstrætinu.
LESA MEIRA
Lesa meira

Verklok og afhending Líknardeildar LSH í Kópavogi

04. september, 2012
 Á föstudag þann 7. september fór fram afhending á þeim hluta Líknardeildarinnar í Kópavogi sem Oddfellowreglan tók að sér að framkvæma í árslok 2011, með samkomulagi milli LSH og Oddfellowreglunnar. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni, en þar voru viðstaddir fulltrúrar LSH og Oddfellowreglunnar auk velferðarráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins hans. Málmblásturssveit lék fyrir dyrum úti meðan gestir gengu í hús og fánar við hún á fánaborgum. Skoða myndir...
LESA MEIRA
Lesa meira

Stórstúkan gerir samning um kaup á skjalakerfinu OneSystems

03. september, 2012
Nefnd um skjala- og gagnagrunnsmál, sem skipuð var af Stórstúkunni fyrir nokkru, fór yfir möguleika til skjalavistunar fyrir Stórstúkuna og í framhaldi af því fyrir Oddfellowregluna í heild. Niðurstaða nefndarinnar var að OneSystems hentaði Reglunni vel. Nefndin er skipuð br. Eiríki Þ. Einarssyni (form.), br. Valgeiri Hallvarðssyni og str. Kristínu Jónsdóttur, nýskipuðum Stórskjalaverði.
LESA MEIRA
Lesa meira