Talan 7 er ráðandi.

Talan 7 er heilög tala í margra augum og er einkennilega ráðandi í stofnun tveggja nýrra Regludeilda á næstu mánuðum og misserum. Systur úr Rbnr. 7, Rbst. Þorgerður I.O.O.F. og st. Þorkell máni I.O.O.F. hafa báðar ákveðið að standa að stofnun nýrra stúkna. Rbst nr. 17 Þorbjörg verður stofnuð 1. desember nk. og st. nr. 27, Sæmundur fróði verður stofnuð 27. apríl 2013. Talan 7 er því ráðandi í stofnun þessara regludeilda og þar að auki verða 17 ár frá stofnun bræðrastúku í Vonarstrætinu.

Systur úr Rbst. nr. 7 Þorgerði hafa ákveðið að stofna stúkuna Þorbjörgu en Þorbjörg var dóttir Þorgerðar sem var dóttir Egils Skallagrímssonar og Ásgerðar Björnsdóttur. Þau nöfn eru okkur kunn frá Regludeildunum á Akranesi. Samhentar systur þær Hildigunnur Hlíðar, Eydís Egilsdóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Brynja Hlíðar, Kristín Þorsteinsdóttir, Svandís Matthíasdóttir og Sigríður Jóhannsdóttir standa fyrir stofnun Rbst. nr. 17, Þorbjargar I.O.O.F. en þær systur gera ráð fyrir því að a.m.k. 30 str. verði stofnfélagar í stúkunni. Allur undirbúningur að stofnun stúkunnar hefur gengið vonum framar og þær fengið góðar undirtektir við stofnunina.

Bræðurnir Steindór Gunnlaugsson, Halldór Bergmann, Guðmundur Pálsson, Guðmundur Árnason, Ásgeir

Sæmundur fróði á selnum
Þórðarson og Sigurður Ólafsson bbr. í st. nr. 7, Þorkeli mána standa í forystu að stofnun st. nr. 27, Sæmundar fróða I.O.O.F. Sæmundur fróði var goðorðsmaður og prestur í Odda sem gekk í Svartaskóla. Hann er merkisberi þekkingar og fræðslu sem hann sagði að væri grundvöllur þess að leggja heiminn að fótum sér. Gert er ráð fyrir að stofnfélagar verði a.m.k. 30 bbr. en þegar hafa bræður úr öðrum Regludeildum óskað eftir því að gerast stofnfélagar. Undirbúningur að stofnun stúkunnar hefur gengið vel og allir sem leitað er til velviljaðir og tilbúnir til aðstoðar.

Stjórn Stórstúkunnar samþykkti á fundi sínum 23. júlí sl. leyfi til stofnun þessara Regludeilda. Þessi kraftur í stúkunum er sönnun þess að Oddfellowreglan er í miklum uppgangi og framtíðin er björt.

Ásm.Fr.