Fréttir

Innsetningum í Regludeildum að ljúka.

10. febrúar, 2014
Helgina 5 - 8.. febrúar fóru fram innsetningar í sjö Regludeildir á Akureyri. Byrjað var á fimmtudagseftirmiðdegi með innsetningu í Rbst. 16. Laufey I.O.O.F og strax í kjölfarið st. nr. 2, Sjöfn I.O.O.F.. Á föstudagsmorgun var framkvæmt eftirlit í stúkunum og Regludeildunum. Föstudagseftirmiðdagurinn var einnig vel nýttur til tveggja innsetninga og laugardagsmorgun og fram eftir degi fóru fram þrjár innsetningar. Þessari innsetningatörn lauk síðan með Árshátíð stúknanna á Akureyri í Menningarmiðstöðinni HOFI þar sem fjöldi Oddfellowa og gesta skemmti sér vel undir góðum skemmtiatriðum og fyrirtaks mat.
LESA MEIRA
Lesa meira

Oddfellow – skálin 2013-2014

04. febrúar, 2014
Fjórða umferð um Oddfellow-skálina var spiluð á stormasömu kvöldi á þorra. 16 pör mættu til leiks. Ekki hafði ýlfrið í vindinum áhrif á feðgana Pál Hjaltason og Hjalta Pálsson og uppskáru þeir 66% skor. Úrslit úr fjórðu lotu, meðalskor 168 stig.
LESA MEIRA
Lesa meira