Innsetningum í Regludeildum að ljúka.

Allt starf stúknanna og Regludeildanna á Akureyri er til hreinnar fyrirmyndar og afar ánægjulegt fyrir stórembættismenn

Við eftirlit í Rb.st. nr.  2 Auði

að koma og finna þann sterka byr og anda sem ríkir í öllu Oddfellowstarfi á Akureyri. Reglusystkinum fjölgar og nýjum stúkum vex fiskur um hrygg og afar fallegu Regluheimili við Sjafnarstíg. Þá hafa stúkurnar á Akureyri fylgt eftir starfi stúknanna á Egilsstöðum með stuðningi og vinnuframlagi. Stór hópur bræðra fór á dögunum austur á Egilstaði og stóð við heila helgi og gengu að mestu frá öllum milliveggjum með lögnum á fyrstu hæð nýs Regluheimilis. Lán í óláni var að bræðurnir frá Akureyri urðu veðurtepptir á Egilsstöðum og því ekkert annað við að vera en halda áfram innréttingarvinnu. Á þennan hátt gerast hlutirnir í Reglunni, við stöndum saman og tökum þátt í uppbyggingu Reglustarfsins af miklum þrótti um allt land.

Alls er lokið innsetningum í 51 Regludeild en tvær síðustu innsetningarnar fara fram á Sauðarkróki laugardaginn 15. febrúar. Þá verður hringnum lokað. Enn einn hlekkurinn í starfinu sem eflir kynnin og vináttuna í Reglunni verður innsiglaður í v.k. og sannleika. Við finnum það svo vel stórembættismenn hvað góður andi ríkir í Reglunni og hvað við stöndum keik vörð um hugsjónir og markmið Oddfellowreglunnar. Regludeildum fjölgar aldrei sem fyrr og ásókn í stúkurnar aldrei verið meiri.  Dæmi um 17% fjölgun í einni Regludeild, st. nr. 25 Rán I.O.O.F. en systur í Rbst. nr. 16, Laufey I.O.O.F. fjölgaði um  19.5% sem er með ólíkindum og gott dæmi um að markmið og vonir bræðra og systra fara langt fram úr björtustu vonum. Oddfellowreglan er á góðri siglingu og það ríkir góður andi í Reglunni sem birtist í fjölgun Reglusystkina og Regludeilda.

Ásm. Fr.