Fréttir

Félagatal á innri síður regludeilda

23. apríl, 2014
Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að því að gera miðlægt félagatal reglunnar aðgengilegra reglusystkinum með því að spegla ákveðinn hluta upplýsinga félagatalsins inn á Innri síður regludeildanna. Þessari vinnu er nú lokið. Með þessu móti verður aðeins eitt rafrænt félagatal í notkun sem notað er í Handbók oddfellowa og á innri síður regludeilda, enda segir í inngangi að reglugerð um rafrænan gagngrunn reglunnar:
LESA MEIRA
Lesa meira

Hvl. fyrrum stórsír Geir Zoega borinn til grafar

10. apríl, 2014
Útför hvl. fyrrum stórsírs, br. Geirs Zoega, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 9. apríl 2014 að viðstöddu fjölmenni. Bræður úr St. nr. 1, Ingólfi, stóðu heiðursvörð og stjórn stúkunnar, stórfulltrúi, ásamt hvl. stórsír, fyrrum stórsír Evrópu og fyrrum br. stórritara báru kistuna úr kirkju. Sr. Hjálmar Jónsson jarðsöng, organisti var Magnús Ragnarsson, kórinn Voces masculorum söng og einsöngvari var Sigríður Thorlacius. Valinkunnir djassleikarar léku á undan athöfninni og eftirspil, enda var br. Geir mikill unnandi djasstónlistar.
LESA MEIRA
Lesa meira

ODDFELLOW – SKÁLIN 2013-2014.

09. apríl, 2014
Sjötta og síðasta umferðin um Oddfellow-skálina var spiluð í byrjun græns apríl. Sautján pör mættu til leiks og því var spilað Swiss-kerfið sem fyrst var notað í skámóti í Zuric árið 1895 og er nafnið þaðan komið.
LESA MEIRA
Lesa meira

Fræðslufundur á Akureyri

09. apríl, 2014
Laugardaginn 5. apríl var haldinn fræðslufundur á Akureyri fyrir stjórnendur Regludeilda á Akureyri, Egilsstöðum og Sauðárkróki. Góð mæting var að hálfu Reglusystkina og góður rómur gerður af fundinum. Það var þrátt fyrir að embættismenn og fulltrúar Stórsúkunnar kæmust ekki á tilsettum tíma til Akureyrar vegna seinkunar á flugi sem stafaði af þoku nyrðra.
LESA MEIRA
Lesa meira

Hávl. fyrrum stórsír Geir Zoega er látinn

04. apríl, 2014
Hvl. fyrrum stórsír Geir Zoëga andaðist mánudaginn 31. mars á Landspítalanum. Bróðir Geir fæddist 20. ágúst 1929 og var því 84 ára er hann lést. Hann vígðist í st. nr. 1 Ingólf 10. apríl 1959 og var hann virkur félagi í Reglunni alla tíð, eða í 55 ár.
LESA MEIRA
Lesa meira