Hávl. fyrrum stórsír Geir Zoega er látinn

Fyrrum Stórsír Geir Zoega
Fyrrum Stórsír Geir Zoega

Hann gegndi embætti yfirmeistara stúku sinnar 1976-1978 og var heiðursfélagi hennar frá 1997.  Hann hlaut Rebekkustig í Rbst. nr. 1, Bergþóru 1978 og Stórstúkustig 1979.

Bróðir Geir gegndi embætti fyrir Stórstúkuna í samtals 20 ár,  hann var stórmarskálkur 1985-1989, stórritari 1989-1993 og síðan stórsír í 12 ár, 1993-2005.

Bróðir Geir lætur eftir sig eiginkonu str. Sigríði E Zoëga og fjögur uppkomin börn.  Reglusystkin votta þeim, fjölskyldunni allri og öðrum aðstandendum innilega samúð.

Blessuð sé minning bróður Geirs Zoëga.

Útför verður frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 9. apríl kl. 15:00.