Fræðslufundur á Akureyri

Með því að fulltrúar Stórstúkunnar komi til Akureyrar minnkar kostnaður við ferðalög fjölda Reglusystkina til Reykjavíkur, auk þess sem mikill fjöldi er þar á sambærilegu námskeiði og ekki ráðlegt að hafa slíka fundi of fjölmenna svo við getum eflt kynnin og náð betur saman á stuttum fundardegi.

Þrátt fyrir seinkun á flugi hófu Reglusystkini á Akureyri  að fara yfir dagskrá fundarins og þeir sem þekktu vel til hófu leiðbeiningar í nokkrum þáttum námskeiðsins einst og t.d. í notkun ONE-Systems samkvæmt heimildum fréttaritara.

Það er mikilvægt að halda slík námskeið og fulltrúar Stórstúkunnar komi út á landsbyggðina til að halda niður kostnaði við ferðalög  Reglusystkina. Í lok dagsins ríkti ánægja með heimsóknina og árangurinn af námskeiðinu sem er auðvitað aðalmálið. Með fréttinni fylgja nokkrar myndir frá námskeiðinu sem br. Eiríkur Þ. Einarsson tók.

Ásm.Fr.