Eftirlit Stórstúkunnar.

Eftirlit í Regludeildum
Eftirlit í Regludeildum
Hávl. br stórritari og hávl. br. varastórstír að störfum

Br Stórmarskálkur  Þorgeir Björnsson og stórkapellán
Jón Ólafur Ólafsson við eftirlit

Eftirlitið er ekki síður góður vettvangur fyrir Stórstúkuna að hitta forystumenn Regludeilda og ræða hagsmuna- og dægurmál sem sífellt er rætt um og spurningum og vangaveltum um mörg mál svarað. Þannig eflast kynni Reglusystkina og við þéttum raðirnar. Stórstúkunni er ávalt vel tekið og veitingar í föstum skorðum og sum okkar verðum að gæta okkur hófs, slíkar eru móttökurnar. Jólin byrja í hangikjöti og uppstúf á Akranesi og hver staður hefur sinn sið á móttöku. Þessir siðir eru okkur kærkomnir og við öll hlökkum til eftirlitsins og gleðjumst að því loknu. Við erum ánægð með stöðuna á Reglunni og við viljum skoða einföldun á eftirlitinu og þróa það í takt við einfaldari skráningar og auknum rafrænu bókhaldi og utanumhaldi.