34. Stórstúkuþing haldið 20. - 21. maí

Vonarstræti 10
Vonarstræti 10
34. þing Stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi verður sett í Oddfellowhúsinu í Vonarstræti 10 , föstudaginn 20 maí 2011, kl. 20:00 stundvíslega  

 

 

 

HÉR MEÐ TILKYNNIST 

AÐ 34. ÞING STÓRSTÚKU HINNAR ÓHÁÐU  ODDFELLOWREGLU Á ÍSLANDI I.O.O.F.
VERÐUR SETT Í ODDFELLOWHÚSINU, VONARSTRÆTI 10, REYKJAVÍK,
FÖSTUDAGINN 20. MAÍ 2011, KL. 20.00 STUNDVÍSLEGA

Félagar Stórstúkunnar og stigþegar skulu vera mættir eigi síðar en kl. 19.30 í viðhafnarklæðnaði.
Ber öllum er með atkvæði fara að vera þar viðstaddir.

Á setningarfundinum fer að venju fram veiting Stórstúkustigs þeim sem um hafa sótt.
Laugardaginn 21. maí, kl. 9.00 hefst sjálft þinghaldið og skulu viðstaddir klæðast dökkum
fatnaði þann dag og bera einkenni.

Stefán B. Veturliðason
stórsír

Guðlaug Björg Björnsdóttir
stórritari

Örlygur Richter
stórritari