5. fundur Stórstúku Evrópu - Guðlaug Björg Björnsdóttir kosin stórritari Evrópu

Frá Helsinki
Frá Helsinki
5. fundur Stórstúku Evrópu var haldinn í Helsinki í Finnlandi dagana 27.-29. maí 2011. Fundurinn hófst á föstudagseftirmiðdegi með fundarsetningu og veitingu stigs Stórstúku Evrópu, Vísdómsstigsins. Að þessu sinni var 167 félögum hinna ýmsu Stórstúkna í Evrópu veitt Vísdómsstigið en stigið hefur aldrei verið veitt svo mörgum félögum samtímis.

Sérstakir gestir fundarins voru stórmeistari Hástúkunnar George Glover III og fyrrum stórmeistari Hástúkunnar br. Harry Lohman.

Almenn fundarstörf hófust síðan að morgni laugardagsins og í lok dagsins var kosið í stjórn Stórstúku Evrópu. Ný stjórn Stórstúku Evrópu er þannig skipuð, talið frá vinstri á myndinni:

Stórmarskálkur, Ab Langereis, Hollandi

 
Stórféhirðir, Lars Jørgensen, Danmörku
Varastórsír, Inga-Lill von Wachenfelt, Svíþjóð
Stórsír, Harald Thoen, Noregi
Varastórsír, Hans-Ulrich Bohren, Sviss
Stórritari, Guðlaug Björg Björnsdóttir, Íslandi
Stórkapellán, Anneli Röllich, Finnlandi
Aðstoðarritari, Ernst Schütz, Þýskalandi

           
Str. Árný J. Guðjohnsen, sem hefur verið varastórsír Evrópu í tvö kjörtímabil eða allt frá stofnun Stórstúku Evrópu árið 2007, lét nú af störfum og voru henni þökkuð mikil og vel unnin störf.

Næsti árlegi fundur Stórstúku Evrópu verður haldinn í Rotterdam, Hollandi dagana 1.-3. júní 2012.