Aðalfundur Golfklúbbs Oddfellowa (GOF)

Aðalfundur Golfklúbbs Oddfellowa (GOF) var haldinn í golfskálanum á Urriðavelli í gær 24. janúar og var vel sóttur.

Formaður klúbbsins, Hlöðver Kjartansson, fór yfir starfsemina á liðnu ári og samskiptin við leigutakann, Golfklúbbinn Odd (GO), sem hafa haldið úti metnaðarfullu starfi enda þykir golfvöllurinn einn af glæsilegustu golfvöllum landsins.

Ásgeir S Ingvason gjaldkeri fór yfir ársreikninginn og skilaði klúbburinn hagnaði, sem er vel.

Ný stjórn var kjörin; Hlöðver Kjartansson formaður og þá fengu stjórnarkjör þau Karlotta Jóna Finnsdóttir og Þórður Ingason. Fyrir í stjórn eru Georg Arnar Þorsteinsson og Sigurður Ingi Halldórsson. Í varastjórn voru kjörnir Trausti Víglundsson og Valdimar Lárus Thorarensen fyrir árið 2023.

Ásgeiri S. Ingvasyni, sem starfað hefur sem gjaldkeri klúbbsins síðastliðin átta ár, voru þökkuð góð störf fyrir klúbbinn.

Frekari upplýsingar um starfsemi klúbbsins má finna á heimasíðu Oddfellow.is undir flipanum um Regluna.