Áform um friðlýsingar í Garðabæ

Umhverfisstofnun, ásamt Garðabæ og landeigendum, kynnir hér með áform um friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og Selgjár sem og breytingar á mörkum fólkvangsins Hliðs í Garðabæ. Áform um friðlýsingu skulu kynnt í samræmi við 2. mgr. 38. gr. náttúruverndarlaga. Gert er ráð fyrir að svæði sem ekki er á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skuli kynnt sérstaklega.

Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 23. ágúst 2019. 

Frekari upplýsingar um Búrfell, Búrfellshraun og Selgjá er að finna hér.

Frekari upplýsingar um Hlið er að finna hér.

Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Hluti af svæðinu er í landi StLO.  Samhliða þessum áformum vinnur Landnýtingarnefnd StLO einnig að áformum um gerð fólkvangs sem væri sá fyrsti í einkaeigu. Þá er unnið að gerð deiliskipulags svæðisins sem þarf að liggja fyrir og hefur Halldóra Hreggvisðdóttir hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta verið verkefnisstjóri nefndarinnar.