Afrakstur jólakortasölu Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa

Sl. föstudagi afhenti Oddfellowreglan á Ísland afrakstur jólakortasölu Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa sem nam yfir 2,4 mkr. Samtals voru seld um 8.400 jólakort og nálægt 13.400 merkispjöld. Þá seldi Umhyggja ágætis magn af jólakortum og merkispjöldum og rennur sá afrakstur allur til Umhyggju.

Meðfylgjandi er myndin af Guðmundi Eiríkssyni og Árnýju Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra Umhyggju, félagi langveikra barna. En ásamt Guðmundi var framkvæmdaráð StLO og formaður útgáfunefndar StLO

Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins.