Andlát fyrrum stórsírs, br. Vilhelms I. Andersen

Vilhelm Ingvar Andersen fyrrum Stórsír
Vilhelm Ingvar Andersen fyrrum Stórsír
Fyrrum stórsír, br. Vilhelm I. Andersen, lést 7. júlí s.l. eftir erfið veikindi. Útför hans fór fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. júlí s.l. á yndislega fallegum sumardegi

 

 

Bræður í stúku hans, St. nr. 3, Hallveigu, stóðu heiðursvörð við athöfnina og líkmenn voru br. stórsír, Stefán B. Veturliðason, str. varastórsír, Árný J. Guðjohnsen, str. stórritari, Guðlaug Björg Björnsdóttir, br. f.varastórsír Þorkell Jónsson, br. f.stórkapellán Valur Páll Þórðarson, br. höfuðpatríarki Anton Örn Kærnested, br. ym. Björn Gústafsson og br. um. Jón Karl Einarsson.