Ársfundur Stórstúku Evrópu

Fjörugar umræður fóru fram á fundinum um ýmis málefni sem varða GLE og Reglustarfið í Evrópu. Með athyglisverðari samþykktum á þinginu var samþykkt um að stofna Stórstúku í Póllandi 27. september 2014. Pólska  Reglan hefur heyrt undir Sænsku Stórstúkuna, en nú verður breyting á því eftir 20 ára samstarf landanna. Í Póllandi eru 7 Regludeildir með tæplega 500 Reglusystkinum. Starfið gengur vel og bjartsýni ríkir um framhaldið. Oddfellowreglan var við lýði í Póllandi fyrir seinni heimsstyrjöld, en var bannað að starfa samkvæmt tilmælum Hitlers.

Að þessu sinni var tveimur íslenskum Reglusystkinum veitt Vísdómsstig Stórstúku Evrópu, þeim br. Sigurði Finnbirni Mar fyrrum stórmarskálkur og str. Kristín Jónsdóttir stórskjalavörður.

Ásm. Fr.