Breytt götumynd við Vonarstræti

Breytt götumynd
Breytt götumynd

Skúlahús, sem stóð við Vonarstræti 12, við hlið Oddfellowhússins, hefur verið flutt á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Breytt götumynd Vonarstrætis mun því blasa við Oddfellowum á næstunni, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun Alþingi hafa í hyggju að reisa nýja byggingu á reitnum, þar sem Skúlahús stóð.