Bridgemót Oddfellowa veturinn 2014/2015

Auk keppninnar um Oddfellowskálina  verður haldið eins kvölds hraðsveitamót mánudaginn 12. jan 2015.  Bæði framangreind mót  verða  haldin í húsakynnum Bridgesambands Íslands Síðumúla 37, 3 hæð.  Spilin hefjast  kl.19  öll spilakvöldin.Þátttökurétt í ofangreindum mótum  hafa allir Oddfellowar, bæði bræður og systur.  Nóg er að annar spilarinn sé Oddfellowi.  
Spilaður verður tvímenningur samkvæmt Monrad kerfi  í keppninni um  Oddfellowskálina 2014-2015. Notuð verða stig frá þeim 4 kvöldum  af  6 sem par stendur sig best og er það breiting frá í fyrra þega 5 mót giltu til sigurs um Skálina.
Þátttöku í mótunum verður hægt að skrá með því að hafa samband við Björn Guðbjörnsson í síma: 896 8368 eða á meili bjorn@merlo.is
Hámarksfjöldi para verður 32 (64 spilarar) og fá þeir, sem fyrstir skrá sig, fyrsta rétt til þátttöku.  Spilarar skulu greiða keppnisgjald kr. 1.000,- á spilara fyrir hvert spilakvöld.

Oddfellowar!  
Við vonumst eftir góðri þátttöku ykkar svo þetta geti áfram orðið að árlegum þætti í starfsemi  Oddfellowa og hvetjum ykkur janframt til að skrá ykkur sem fyrst.

f.h.  Bridgenefndar Snorra goða nr. 16

Björn Guðbjörnsson