Bridgemót Oddfellowa veturinn 2015/2016

Oddfellowstúkan Snorri goði  nr. 16 ætlar í vetur að halda  bridgemót með svipuðu fyrirkomulagi og undanfarin ár.  Spilað verður sex kvöld þar sem keppt verður um Oddfellowskálina 2015-2016, þ.e. mánudaganna 5.okt, 2.nóv, 7.des. 2015 og 1.feb, 1.mars og 4.apríl 2016.                                                                                                                                                      Auk keppninnar um Oddfellowskálina  verður haldið eins kvölds hraðsveitamót mánudaginn 11. jan 2015.  Bæði framangreind mót  verða  haldin í húsakynnum Bridgesambands Íslands Síðumúla 37, 3 hæð.  Spilamenska hefjast  kl.19  öll kvöldin.

Þátttökurétt í ofangreindum mótum  hafa allir Oddfellowar, bæði bræður og systur, sem og þeirra vinir og spilafélagar. Vinningar eru veittir fyrir besta árangur hvers spilakvölds, en til að vinna Odfellowskálina verður annar spilarinn að vera Oddfellowi. 

Spilaður verður tvímenningur samkvæmt Monrad kerfi  í keppninni um  Oddfellowskálina 2015-2016. Notuð verða stig, frá þeim 4 mótum  af  6 sem spiluð verða og spilarar standa sig best í, til útreiknings sigurvegara Oddfellowskálarinnar.

Þátttöku í mótunum verður hægt að skrá með því að hafa samband við Björn Guðbjörnsson í síma: 896 8368 eða á póstfangi bjorn@merlo.is
Hámarksfjöldi para verður 32 (64 spilarar) og fá þeir, sem fyrstir skrá sig, fyrsta rétt til þátttöku.  Spilarar skulu greiða keppnisgjald kr. 1.000,- á spilara fyrir hvert spilakvöld.

Oddfellowar! 
Við vonumst eftir góðri þátttöku ykkar svo þetta geti áfram orðið að árlegum þætti í starfsemi  Oddfellowa og hvetjum ykkur janframt til að skrá ykkur sem fyrst.

f.h.  Bridgenefndar Snorra goða nr. 16

Björn Guðbjörnsson