Endurbyggingu Hetjukots, hvíldarheimili Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í landi Ketilstaða í Landsveit er lokið.

Steindór Gunnlaugsson sagði frá verkefninu og afhenti framkvæmdastjóra SKB, Grétu Ingþórsdóttur mynd…
Steindór Gunnlaugsson sagði frá verkefninu og afhenti framkvæmdastjóra SKB, Grétu Ingþórsdóttur myndverk sem heitir VONIN og er eftir Huldu Ólafsdóttur í Hjartalagi.

Fyrir rúmu ári var samþykkt tillaga í fulltrúaráði StLO um að leggja málefninu lið með 20 mkr. framlagi og áður höfðu þeir bbr. Magnús Sædal Svavarsson og Pétur J  Haraldsson skoðað verkefnið og farið yfir þær verkáætlanir og úrbætur sem lagðar voru til.

 

Hönnuður endurbótanna er Níels Guðmundsson verkfræðingur og verkefnið unnið af Haraldi Einarssyni húsasmið.

Nú ári síðar er verkefninu lokið og var fulltrúum Oddfellowreglunnar boðið til móttöku í Hetjukoti af þessum tímamótum föstudaginn 21. maí í blíðskaparveðri.

 

Guðmundur Eiríksson stórsír afhenti formanni stjórnar SKB, Rósu Guðbjartsdóttur gjafabréf að þessu tilefni og fór nokkrum orðum um Oddfellowregluna og formaður Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa Steindór Gunnlaugsson sagði frá verkefninu og afhenti framkvæmdastjóra SKB, Grétu Ingþórsdóttur myndverk sem heitir VONIN og er eftir Huldu Ólafsdóttur í Hjartalagi.