Nýtt áfangaheimili Kvennathvarfsins tekið í notkun

F.v. Sigþrúður Guðmundsdóttir frkv.stýra samtaka um Kvennaathvarf.  Guðmundur Eiríksson stórsír Oddf…
F.v. Sigþrúður Guðmundsdóttir frkv.stýra samtaka um Kvennaathvarf. Guðmundur Eiríksson stórsír Oddfellowreglunnar, Steindór Gunnlaugsson formaður stjórnar Styrktar- og líknarsjóðs og Hulda Sædís Bryngeirsdóttir verkefnastýra áfangaheimilis Kvennaathvarfsins

Í gær var fagnað nýju áfangaheimili Kvennaathvarfsins og var þangað boðið þeim sem lögðu málefninu lið.

Framkvæmdir við byggingu hússins hófust haustið 2019 og er nú lokið og fyrstu konurnar og börnin flytja inn á næstu dögum.

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa f.h. Oddfellowreglunnar styrkti verkefnið með tveimur íbúðum af 18 auk þess sem nokkrar Regludeildir komu að málum s.s. með kaupum á rúmum og húsgögnum.

Sannarlega ánægjulegt fyrir Oddfellowregluna að hafa komið vel að þessu verkefni.

Affhent var mynd með því gullkorni sem við höfðum sett í gjafabréfið við upphaf verksins sem þeim fannst svo fallegt og eiga við þeirra starfsemi.

Hulda Ólafsdóttur, grafískur hönnuður í Hjartalag á Akureyri hefur veitt góðfúslegt leyfi til notkunar á þessum gullkornum...