Opið hús hjá Ljósinu

 

Laugardaginn 12. mars 2016 stóð framkvæmdaráð StLO og verkefnisstjórn vegna Ljóssins fyrir sýningu á stækkuðum og endurbættum húsakynnum Ljóssins við Langholtsveg 43.

Var opið hús milli kl. 12 - 15:00. Húsið var skoðað undir leiðsögn arkitekts þess og  fulltrúa úr verkefnisstjórninni. Auk þess sem ljósmyndir frá framkvæmdunum voru sýndar á tjaldi. Að skoðunarferðum loknum var boðið upp á kaffi og smákökur. Samkvæmt skráningu á gestalista komu 212 manna til sýningarinnar, sem er gleðilegt og sýnir áhuga og hlýhug  Reglusystkina  til verksins.