Frá Kjörnefnd IOOF

Við gildistöku laganna breyttust einnig reglur um kjör til embætta í Stórstúkustjórn, svo segir í grein 4.3: Tilnefningar til kjörembætta skulu hafa borist kjörnefnd eigi síðar en 1. febrúar fyrir Stórstúkuþing. Nefndin skal kanna hvort viðkomandi gefi kost á sér. Eigi síðar en 15. mars skal kjörnefnd kynna stórfulltrúum Regludeilda framboðslista þann sem leggja skal fyrir Stórstúkuþing. Jafnframt skal hún birta framboðslistann á vef Reglunnar, með mynd af viðkomandi auk upplýsinga um starfsferil og embættisferil innan Reglunnar. Tilnefningar skulu einnig sendar út með þinggögnum.

Það má því öllum Reglusystkinum vera ljóst að ofansögðu, að töluverð breyting er á reglum um kjör til  stjórnar Stórstúkunnar. Kjörnefnd hefur þess vegna  ákveðið að tilnefningar til embætta í stjórn Stórstúkunnar verði kynntar í Oddfellowblaðinu og  að Reglusystkin fái sem besta kynningu á því.

Sveinn Fjeldsted form. Kjörnefndar I.O.O.F.

kynningar á frambjóðendum  má finna á Innri vef Reglunnar