Frá stjórn Stórstúku:

Mörg Reglusystkini, oftast þau sem í stjórnum sitja, hafa verið að spyrjast fyrir um hvenær vænta megi frekari upplýsinga varðandi framhald á Reglustarfi þennan veturinn. Stjórn Stórstúkunnar heldur fund um miðja næstu viku og í kjölfar hans verður gefin út tilkynning og bréf sent til allra Regludeilda varðandi framhaldið.