Frá stjórn Stórstúku - fundahlé framlengt

Kæru systur og bræður.

Í ljósi aðstæðna í landinu vegna útbreiðslu Covid-19, kórónaveirunnar og vegna fyrirmæla yfirvalda um framhald á samkomubanni a.m.k. út apríl, hefur stórsír í samráði við stjórn Stórstúkunnar ákveðið á fundi þann 1. apríl 2020, að fresta fundum allra Regludeilda fram á haustið.

Með þessari ákvörðun er óvissu eytt um starfið á þessu vori og yfirmenn Regludeilda geta nú hafið undirbúning og endurskipulagningu starfsins sem hefst samkvæmt þessari ákvörðun mánuði fyrr í haust en vanalega, eða 15. ágúst 2020. Systur og bræður eru hvött til að vera í góðu sambandi við Reglusystkini sín meðan á samkomubanni stendur.

Þetta framlengda fundarhlé í Oddfellowreglunni tekur einnig til allra félaga og stofnana á vegum hennar. Fámenna fundi má þó halda í samræmi við þau leyfi yfirvalda sem gilda á hverjum tíma fram að upphafi funda í ágúst. Reglusystkini öll eru enn á ný hvött til að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum yfirvalda á hverjum tíma um ábyrga hegðun í þessum heimsfaraldri.

Stórstúkustjórn sendir bestu kveðjur til allra Reglusystkina og fjölskyldna þeirra, með von um að vel takist til í þessari erfiðu stöðu og óskar að saman megum við koma sterkari út úr þessum óvenjulegu aðstæðum, Reglustarfi í framtíðinni til heilla