Fræðsluvefur lítur dagsins ljós

Stórsír, Stefán B. Veturliðason
Stórsír, Stefán B. Veturliðason

Í inngangsorðum stórsírs kemur m.a. þetta fram ..."Fræðsluvefur sem hér lítur dagsins ljós, er verkefni sem unnið hefur verið að í langan tíma. Verkefnið var unnið af fræðslunefnd Stórstúkunnar,  en í henni eru; br. Björn Bjarnason formaður bbr., str. Guðlaug Björg Björnsdóttir formaður sstr., br. Benedikt Jónsson, br. Ólafur Hjörtur Jónsson og str. Ólöf Guðrún Helgadóttir.  Þau hafa unnið mikið og gott starf og kann ég þeim bestu þakkir fyrir."

Fræðsluvefurinn  er aðgangsstýrður í samræmi við stöðu hvers og eins innan Oddfellowreglunnar. Sótt er um aðgang að vefnum með kennitölu og er þá sent lykilorð á netfang viðkomandi Reglusystkinis.  Hægt er að breyta lykilorði að vild.  Frá fræðsluvef er einnig hægt að fara beint í félagatal Reglunnar