Fundasalur Stjörnusteina vígður

Stjörnusteinar, Regluheimili IOOF á Selfossi
Stjörnusteinar, Regluheimili IOOF á Selfossi

Stórum áfanga var fagnað um helgina þegar nýr og endurbættur fundasalur Stjörnusteina, regluheimili Oddfellowa á Selfossi var vígður við hátíðlega athöfn undir stjórn Stórstúku og stórembættismanna Reglunnar.  
Framkvæmdir við endurbyggingu hússins hófust í ágúst 2009 og  fyrstu tveimur áföngunum lauk fyrir rúmi ári siðan eða í september 2010. Fundasalurinn var endurnýjaður frá grunni og er hinn glæsilegasti

 

Guðmundur Búason stórfulltrúi st. nr. 17 Hásteins flutti ávarp þar sem fram kom m.a.

Það er mér mikil og óblandin ánægja að bjóða ykkur hjartanlega velkomin hingað í dag til að fagna með okkur þessum stóra áfanga í starfi Reglunnar hér á Suðurlandi. Að taka í notkun þennan glæsilega fundarsal og taka þátt í vígslu okkar nýju og endurbættu húsakynna og vil ég þakka hvl. Stórsír og Stórembættismönnum fyrir þessa hátíðlegu og áhrifamiklu athöfn sem þeir hafa framkvæmt nú í dag.

Nánar á innri vef með myndum frá vígslunni