Fundur vegna væntanlegrar stofnunar Rebekkubúða og nýrra stúkna á Akureyri

Dagmar L. Björgvinsdóttir, stórsír, Stefán B. Veturliðason, Kristín Tómasdóttir og Sigrún Helgadótti…
Dagmar L. Björgvinsdóttir, stórsír, Stefán B. Veturliðason, Kristín Tómasdóttir og Sigrún Helgadóttir

Laugardaginn 16. október s.l. voru br. stórsír og str. stórritari stödd á Akureyri og funduðu m.a. með nokkrum matríörkum vegna hugsanlegrar stofnunar Rebekkubúða á Akureyri og einnig funduðu þau með hópi systra og bræðra vegna hugsanlegrar stofnunar nýrra Rebekkustúku og Oddfellowstúku á Akureyri.

Rebekkubúðir

Fyrri fundurinn var með matríörkunum Dagmar L. Björgvinsdóttur, sem er í undirbúningsnefnd að stofnun búðanna, Kristínu Tómasdóttur, formanni Rebekkubúðafélagsins Melkorku, og Sigrúnu Helgadóttur, ritara félagsins. Rebekkubúðafélagið Melkorka hefur nú starfað í nærri 23 ár en það var stofnað 6. febrúar 1988

 
 

Dagmar L. Björgvinsdóttir, stórsír, Stefán B. Veturliðason, Sigrún Helgadóttir

og Kristín Tómasdóttir

Má e.t.v. segja að fram til þessa hafi ekki verið grundvöllur fyrir stofnun búða á Akureyri þar sem Rbst. nr. 2, Auður, var eina stúkan á Norðurlandi og engin stúka hefur fram til þessa verið á Austurlandi. Þetta hefur hins vegar breyst með stofnun Rbst. nr. 13, Eirar, á Sauðárkróki fyrir fimm árum og fyrirhugaðri stofnun Rebekkustúku á Egilsstöðum, Rbst. nr. 15, Bjarkar, síðar í þessum mánuði. Þá er fyrirhugað að stofna aðra Rebekkustúka á Austurlandi innan 1-2 ára, með aðsetur á Reyðarfirði, og mun hún fá nafnið Embla. Loks hefur verið hafinn undirbúningur að stofnun annarrar Rebekkustúku á Akureyri. Þykir því nú vera kominn góður grundvöllur fyrir stofnun Rebekkubúða á Akureyri og undirbúningur er þegar hafinn.

    Stórsír og str. stórritari áttu góðan fund með fyrrnefndum matríörkum þar sem farið var yfir nokkur atriði varðandi stofnun búðanna og var niðurstaðan m.a. sú að stefnt yrði að stofnun þeirra í vor, e.t.v. mars eða apríl.            

Rebekku- og bræðrastúka

Síðari fundur br. stórsírs og str. stórritara var með hópi systra og bræðra vegna fyrirhugaðrar stofnunar annarrar Rebekkustúku og þriðju bræðrastúkunnar á Akureyri. Var farið yfir þau atriði sem hafa þarf í huga við stofnun nýrra stúkna og gafst fundarmönnum tækifæri til fyrirspurna. Undirbúningur undir stofnun annarrar Rebekkustúku á Akureyri hefur staðið yfir í nokkra mánuði og fyrirhuguð er stofnun stúkunnar á næsta ári. Formlegur undirbúningur undir stofnun þriðju bræðrastúkunnar er hins vegar ekki hafinn en mikill áhugi er fyrir hendi og hvatti br. stórsír bræður til þessa starfs þar sem grundvöllur er fyrir hendi og góð aðstaða í Regluheimilinu. Minnti br. stórsír á það að það er skylda okkar að vinna að útbreiðslu Reglunnar og er stofnun nýrra Regludeilda stór þáttur í því.