GLE - Stórstúka Evrópu

Merki Strórstúku Evrópu
Merki Strórstúku Evrópu

Stórstúka Evrópu var stofnuð 16. júní 2007 í Osló. Hún er skráð með aðsetur í Kaupmannahöfn og eru stjórnarfundir almennt haldnir í Oddfellowhöllinni þar. Stórstúka Evrópu heldur árlega fundi á tímabilinu maí til júní og eru þeir fundir haldnir í mismunandi löndum Evrópu. 
Umfjöllun um Stórstúku Evrópu má nú finna undir "Oddfellow reglan" hér til hliðar

Fundur ársins 2011 var haldinn dagana 27.-29. maí í Helsinki, Finnlandi. Við það tækifæri bauð hvl. stórsír, br. Stefán B. Veturliðason, að halda ársfund Stórstúku Evrópu á Íslandi árið 2014.  
Á þinginu var Hvl. br. stórsír var kosinn formaður nefndar um málefni bræðra.
Þá var str. Guðlaug Björg  Björnsdóttir kjörin stórritari Stórstúku Evrópu.