Frá stjórn Stórstúku - starfið á haustdögum

Kæru systur og bræður.

Það er einlæg ósk okkar í stjórn Stórstúkunnar að sumarið hafi þrátt fyrir allt verið ykkur gott. Við höfum horft upp á jákvæða þróun í baráttunni við vágestinn sem hefur hrjáð land og lýð en nú eru þrátt fyrir vonir okkar um betri tíð, tvísýnir tímar framundan þar sem við bíðum ákvarðana sem geta leitt til harðnandi skilyrða af hálfu almanna- og sóttvarnayfirvalda landsins. Þegar þetta er skrifað er þó enn von til að það náist að hafa betur í baráttunni en á allra næstu dögum er boðað að það komi betur í ljós hvert stefnir.

Á meðan þessi mikla óvissa um hertar aðgerðir yfirvalda til að sporna við útbreiðslu Covid 19 er ríkjandi, leggur stjórn Stórstúkunnar til að stjórnir Regludeilda haldi sig við fyrirkomulagið sem boðað var í bréfi til Regludeilda 20. maí s.l. og þær endurskoðuðu starfsáætlanir sem unnið er eftir í hverri Regludeild.

Í næstu viku (viku 33), þegar málin skýrast betur varðandi útbreiðslu veirunnar, verða send frekari tilmæli og leiðbeiningar Stórstúkustjórnar varðandi Reglustarfið og fundi á næstu vikum og mánuðum. Þá verða vonandi ítarlegar upplýsingar fyrirliggjandi frá yfirvöldum til að byggja ákvarðanir á.

Nánar á innri síðu...