Handbók Oddfellowa komin á Innri síðu

Forsíða handbókarinnar
Forsíða handbókarinnar

Handbók Oddfellowa er komin á Innri síðu en einsog kemur fram í inngangi bókarinnar er leitað allra leiða til að draga úr rekstrarkostnaði reglunnar og hefur oft verið rætt um það í gegnum tíðina að hætta prentútgáfu Handbókarinnar vegna mikils tilkostnaðar. 

Stórritarar segja í inngangi bókarinnar:

"....Nú sem aldrei fyrr er rætt um að hætta útgáfu handbókarinnar vegna kostnaðar og þess að gagnagrunnurinn inniheldur þessar upplýsingar að mestu. Ekkert hefur verið ákveðið í því efni, en í framhaldi af þessari útgáfu er gert ráð fyrir að setja handbókina í haust á „innri vef Reglunnar“.