Happdrætti Oddfellowa

Línurit áranna 2001 -2014
Línurit áranna 2001 -2014

Hér sést vel að salan hefur aukist jafnt og þétt á þessum tíma og síðasti flokkur happdrættisins var sá besti frá upphafi, þegar seldust að meðaltali 0,95 miðar á hvern félaga.
Sala í einstökum stúkum er mjög mismunandi en hér er yfirlit yfir besta árangur stúkna í 1. flokki 2014:

Söluhæsta stúkan annað árið í röð var St. nr. 26 Jón forseti með 4,03 miða á hvern bróður að meðaltali.  Þær stúkur sem náðu að selja meira en einn miða á félaga að meðaltali eru:

 

 1. 1.       St. nr. 26 Jón forseti                                      4,03 miðar á félaga að meðaltali
 2. 2.       St. nr. 25 Rán                                                   3,33 miðar á félaga að meðaltali
 3. 3.       St. nr. 15 Freyja                                               2,43 miðar á félaga að meðaltali
 4. 4.       Reb.st. nr. 15 Björk                                        2,38 miðar á félaga að meðaltali
 5. 5.       St. nr. 12 Skúli fógeti                                    2,21 miðar á félaga að meðaltali
 6. 6.       St. nr. 18 Ari fróði                                          2,10 miðar á félaga að meðaltali
 7. 7.       St. nr. 28 Atli                                                    1,84 miðar á félaga að meðaltali
 8. 8.       St. nr. 20 Baldur                                              1,80 miðar á félaga að meðaltali
 9. 9.       St. nr. 24 Hrafnkell Freysgoði                   1,56 miðar á félaga að meðaltali
 10. 10.   St. nr. 21 Þorlákur helgi                              1,13 miðar á félaga að meðaltali
 11. 11.   St. nr. 22 Sif                                                      1,09 miðar á félaga að meðaltali
 12. 12.   Reb.st. nr. 8 Rannveig                                  1,07 miðar á félaga að meðaltali
 13. 13.   Reb.st. nr. 16 Laufey                                     1,04 miðar á félaga að meðaltali
 14. 14.   St. nr. 11 Þorgeir                                            1,00 miðar á félaga að meðaltali

 Hástökkvari þessa flokks í happdrættinu er St. nr. 18 Ari fróði, sem fór úr því að selja 0,29 miða á félaga í að selja 2,10 miða á félaga og lenda í 6. sæti yfir söluhæstu stúkur, næstmesta stökk þessa flokks er hjá St. nr. 12 Skúli fógeti sem fór úr 1,02 miðum á félaga í 2,21 miða á félaga, árangurinn 5. sæti  yfir söluhæstu stúkur.  Mjög athyglisverður er einnig árangur Reb.st. nr. 15 Björk sem fór úr 1,47 seldum miða á félaga í 2,38 miða á félaga og lenti í 4. sæti yfir söluhæstu stúkur.

Framkvæmdastjóri Happdrættis IOOF er br. Bergþór Guðmundsson, fyrrum meistari í St. nr. 8 Egill.