Haustfundur Styrktar- og líknarsjóðs

Frá setningu Haustfundar StLO.
Frá setningu Haustfundar StLO.

Haustfundur Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa var haldinn föstudaginn 26. nóvember sl. í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10, Reykjavík.

 Til fundarins voru boðaðir aðalfulltrúar Regludeilda í StLO, en varafulltrúar í forföllum þeirra. Br. Ingjaldur Ásvaldsson, formaður StLO, setti fundinn og flutti skýrslu framkvæmdaráðs. Þá var fjallað um stöðu fjármála sjóðsins og fluttar skýrslur nefnda. Á fundinum var gerð samþykkt um styrkveitingu StLO til líknarmála á Austurlandi og áframhaldandi stuðning við líknarstarf Regludeilda á landinu öllu.