Hávirðulegur fyrrum stórsír, br. Gylfi Gunnarsson látinn

Br. Gylfi Gunnarsson
Br. Gylfi Gunnarsson

Hávirðulegur fyrrum stórsír, br. Gylfi Gunnarsson lést á heimili sínu að Hlíðarbakka í Fljótshlíð,  aðfararnótt skírdags. Útför br. Gylfa fór fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 3. maí. 

Minningarkort st. nr. 16 Snorra goða má panta á heimasíðu stúkunnar  

 

 

Bróðir Gylfi var fæddur þann 2. júlí 1943. Hann vígðist í stúkuna nr. 6 Gest á Ísafirði 9. janúar 1967,  aðeins 23ja ára gamall og hefur verið virkur félagi í Oddfellowreglunni í 44 ár. Hann var einn af stofnendum St. nr. 14 Bjarna riddara, St. nr. 16 Snorra goða, Rbst. nr. 8 Rannveigar og Oddfellowbúða nr. 3 Magnúsar. Þá átti hann frumkvæði að stofnun Regludeilda á Austurlandi og var áhugasamur og frjór um starfsemi Oddfellowreglunnar. Hann gegndi embætti stórritara árin 2003-2007 og stórsírs frá stórstúkuþingi 2007 fram í ársbyrjun 2009, en lét þá af embætti sökum heilsubrests.

Bróðir Gylfi lætur eftir sig eiginkonu Sigurlín Sveinbjarnardóttur og votta Reglusystkin henni, börnum þeirra og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð.

Útför bróður Gylfa fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 3. maí kl. 11.00. Ferilskrá bróður Gylfa má finna á innri vef.

Blessuð sé minning Gylfa Gunnarssonar.