Heimasíða Oddfellow - tölulegar staðreyndir 2011

Línurit sem sýnir heimsóknir einstaklinga árið 2011
Línurit sem sýnir heimsóknir einstaklinga árið 2011

Það er óhætt að segja að heimasíða Oddfellowreglunnar hafi sannað gildi sitt. Með sívaxandi efni á bæði innri og ytri síðu fer heimksóknum á síðuna stöðugt fjölgandi.


Á árinu 2011 heimsóttu að meðaltali 1.307 reglusystkin/einstaklingar heimasíðuna í hverjum mánuði og litu inn að meðaltali þrisvar sinnum í mánuðinum eða samtals innlit, 46.500 yfir árið og voru skoðaðar 228.000 síður.

 

Flestar urðu heimsóknir í nóvember eða 1.848 einstaklingar (5.995 innlit) en fæstar 717 (1.892 innlit) í júlí.

Reglusystkin hefja heimsóknir strax kl 8:00 á morgnana en þær ná þó ekki hámarki fyrr en í hádeginu og svo aftur eftir að Kastljósi lýkur á milli 20:00 - 21:00

Flestar eru heimsóknir á mánudögum en fækkar svo jafnt og þétt út vikuna og eru fæstar um helgar.

 

Einsog gefur að skilja koma flestar heimsóknir frá íslenskum tölvum en merkilegt nokk eru næstflestu heimsóknirnar miðað við þjóðlönd, frá Japan !!! í þriðja sæti eru svo Bandaríkin.